Hera Hilmar (fæðingarnafn Hera Hilmarssdóttir) er 27 ára gömul íslensk leikkona sem er á uppleið. Hún fæddist 27. desember 1988. Hún er dóttir leikkonunnar Þóreyjar Sigurðardóttur og leikstjórans Hilmis Oddsonar. Hún hefur leikið allt frá barnæsku í nokkrum kvikmyndum föður síns. Fyrsta stóra hlutverk Heru var í kvikmyndinni Veðramót en hún var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki árið 2007.
Hún útskrifaðist úr kvikmyndaskólanum London Academy of Music and Art árið 2011 og hefur síðan starfað að verkefnum eins fjölbreytt og í vikmyndunum Smáfuglar, Get Santa eftir Christopher Smith og leik sinn sem Vanessa í virtu þáttarröðinni Da Vinci's Demons.
Hera fékk sérstakt umtal á Zurich kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum fyrir frammistöðu sína sem einstæð móðir í Íslensku kvikmyndinni Vonarstræti eftir Baldvin Z.
Hera vann einnig titilinn “rísandi stjarna” á Evrópsku Kvikmyndahátíðinni árið 2015. Nýjasta hlutverk hennar er Anna í kvikmyndinn Eiðurinn eftir Baltasar Kormák.
Ilmur Kristjándóttir er íslensk leikona, handritshöfundur og stjórnmálamaður. Hún fæddist 19. mars árið 1978 í Reykjavík. Hún á rætur að rekja til Grundarfjarðar í föðurætt og Ísafjarðar í mótðurætt. Hún flutti til Danmerkur sjö ára gömul og bjó þar í tvo ár. Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1998 og fékk BFA-gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003. Strax að loknu námi fékk Ilmur hlutverk Línu Langsokks í Borgarleikhúsinu og hefur síðan leikið á sviði meðal annars í Belgísku Kongó, Ausu Steinberg, Sölku Völku, Ófögru veröld og Ivanov. Þekktar kvikmyndir sem Ilmur hefur leikið í eru Brúðguminn, Fúsi og Stóra Planið. Ilmur hefur einnig leikið í þekktum íslenskum sjónvarpsþáttur líkt og Stelpurnar, Ástríður og Ófærð.
Ingvar Eggert Sigurðsson, oft nefndur Ingvar E. Sigurðsson og er íslenskur leikari og Edduverðlaunahafi. Hann fæddist 22. nóvember árið 1963 í Reykjavík. Árið 1990 útskrifaðist hann úr Listaháskóla Íslands. Ári síðar var hann ráðinn til Þjóðleikhússins þar sem hann hefur farið með fjölda hlutverka.
Hann hefur leikið í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur einnig starfað sem handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi.
Ingvar hefur leikið í fjölda kvikmynda, meðal annars Inguló, Djöflaeyjunni, Perlum og svínum, Stikkfrí, Hross í oss, Þröstum, Sporlaust, Englum alheimsins, Fálkum, K19, Stormviðri, Second Nature og Kaldaljósi.
Ingvar hefur hlotið Edduverðlaunin alls fimm sinnum fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Slurpurinn & co, Englum almheimsins, Kaldaljósi, Mýrinni og Foreldrum.
Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, er íslenskur leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur. Hann fæddist 20. janúar 1947. Hann hefur gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt í miklum fjölda skemmtiþátta sem handritshöfundur og leikari, t.d Heilsubælinu, Imbakassanum og Spaugstofunni. Einnig hefur hann leikið í mörgum Áramótaskaupum og tekið þátt í að semja þau.
Laddi hefur skapað fjöldann allan af karakterum sem margir kannast við eins og t.d. Eirík Fjalar, Saxa lækni, Skúla rafvirkja, Magnús bónda og Elsu Lund. Kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru t.d Stella í orlofi, Stella í framboði, Magnús, Regína, Íslenski draumurinn og Jóhannes. Einnig hefur hann starfað mikið í leikhúsi, en frægustu hlutverk hans á þeim vettvangi eru líklega Fagin í Óliver Twist og Tannlæknirinn í Litlu Hryllingsbúðinni.
Laddi var í tvíeykinu Halli og Laddi ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Þeir bræður nutu gríðarlegra vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar, þóttu ómissandi í skemmtiþáttum í sjónvarpi og gáfu út nokkrar hljómplötur með tónlist og gamanmálum.
Ólafur Darri Ólafsson er margverðlaunaður íslenskur leikari, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur. Hann fæddist 3. mars árið 1973 í Connectiocut í Bandríkjunum en flutti fjögurra ára gamall til Íslands. Ólafur útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 1990.
Eftir útskriftina hefur Ólafur tekið þátt í fjölmörgum uppfærslum í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu. Hann hefur einnig starfað með mörgum sjálfstæðum leikhúsum og er einn af stofnendum Vesturports leikhópsins.
Jafnframt því að vera þekktur hér á Íslandi hefur hann líka náð vinsældum víðs vegar um heiminn fyrir hæfileika sína. Hann hefur t.d. leikið við hlið Ben Stiller í Kvikmyndunum Zoolander 2 Secret Life of Walter Mitty og öðrum erlendum kvikmyndum.
Ólafur Darri er þekktastur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum: Börnum, XL og Djúpinu. Hann er líka þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttröðinni Ófærð eftir Baltasar Kormák.
Ólafur Darri hefur sex sinnum verið tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í íslenskum kvikmyndum og hlotið verðlaunin fyrir leik sinn í Roklandi, Djúpinu og XL. Hann hefur einnig unnið Edduverðlaun fyrir handritsgerð kvikmyndarinnnar Börn og framleiðslu kvikmyndarinnar Foreldrar.
Þorsteinn Bachmann er íslenskur leikari og fæddist 26. október 1965. Hann ólst upp í Fossvoginum og Breiðholtinu. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 1991. Þorsteinn lék meðal annars í sjónvarpsþáttunum Pressu 1 og 2 og í kvikmyndunum Veðramót, Óróa, Vonarstræti og Á annan veg.
Þorsteinn hefur leikið á þriðja tug hlutverka í leikhúsi, meðal annars hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur og Alþýðuleikhúsinu. Þorsteinn hefur leikið hátt í tuttugu hlutverk í sjónvarpi og kvikmyndum á síðastliðnum árum. Hann hefur einnig fengist töluvert við leikstjórn og var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar um skeið. Þorsteinn hefur haldið fjölda námskeiða í leiklist og kennt bæði við Leiklistarskóla Íslands og Kvikmyndaskólann.
Þorsteinn fékk Edduverðlaun fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Órói, Á annan veg og Vonarstræti en hann hefur alls fengið fimm tilnefningar til verðlaunanna.