Virtir íslenskir leikstjórar

 

Baltasar Kormákur Baltasarsson

Baltasar Kormákur Baltasarsson er íslenskur leikari og leikstjóri. Hann fæddist 27. Febrúar árið 1966 og er sonur spænska listmálarans Baltasars Samper og Kristjönu Samper.

Baltasar útskrifaðist frá leiklistaskóla Íslands árið 1990. Áður en hann hóf leiklistarferil sinn lék hann í mörgum fremstu kvikmyndum Íslands t.d. Djöflaeyjunni og Englum Alheimsins. Baltasar Kormákur og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir reka saman framleiðslufyrirtækið RVK Studios sem er afsprengi Blueeyes Productions og Sagnar ehf. og hefur það framleitt ýmis sviðsverk, kvikmyndir og sjónvarpsefni.

Baltasar hefur leikstýrt ellefu kvikmyndum, sex kvikmyndum í fullri lengd á íslensku og fimm kvikmyndum í fullri lengd á ensku. Hann hefur einnig leikstýrt nokkrum sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum. Hefur átt hvað mestan árangur vestan hafs allra íslenskra leikstjóra. Hann er þekktastur fyrir kvikmyndir sínar Everest, 2 Guns, Contraband og Mýrina.

 

Friðrik Þór Friðriksson

Friðrik Þór Friðriksson (einnig þekktur sem Fridrik Thor Fridriksson) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og kvikmyndagerðarmaður Hann fæddist 12. maí árið 1954.

Hann hefur leikið í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur einnig starfað sem handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi.

Friðrik hóf feril sinn með gerð stuttmynda og heimildarmynda sér í lagi Rokk í Reykjavík og Kúrekar norðursins við góðar undirtektir. Hann stofnaði ásamt öðrum Íslensku Kvikmyndasamsteypuna árið 1987.

Hann ólst upp á Íslandi á sjöunda áratugnum og var undir mestum áhrifum frá bandarískum kvikmyndum. Þrátt fyrir að það voru verk Akira Kurosawa, John Ford og Nicholas Ray sem heilluðu hann og voru uppspretta áhuga hans á kvikmyndagerð.

Friðrik hefur starfað með tveimur þekktustu rithöfundum og handritshöfundum landsins, Einari Már Guðmundssyni og Einari Kárasyni.

Börn náttúrunnar, Englar alheimsins og Bíódagar eru kvikmyndir sem urðu til í gegnum samstarf hans við Einar Má Guðmundsson. Kvikmyndirnar Fálkar, Skytturnar og Djöflaeyjan urðu til við samstarf hans við Einar Kárason. Friðrik Þór Friðriksson er þekktur fyrir sterkan sjónrænan stíl og töfrandi myndir í kvikmyndum sínum. Myndir hans eru bæði mjög persónulegar og eiga sterkar rætur að rekja til menningu landsins. Þekktasta mynd hans er Börn náttúrunnar frá árinu 1991 sem fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna.

 

Ragnar Bragason

Ragnar Bragason er íslenskur kvikmyndaleikstjóri. Hann fæddist 15. september árið 1971. Ragnar er einn af vinsælustu og virtustu kvikmyndagerðarmönnum yngri kynslóðarinnar. Hann ólst upp á Súðavík og byrjaði fyrst að gera stuttmyndir í háskóla.

Eftir að hafa leikstýrt fjöldann allan af tónlistarmyndböndum bæði fyrir innlenda og erlenda listamenn gerði hann fyrstu kvikmyndina sína, Fíasko árið 2000.

Ragnar er þekktastur fyrir tvíeykið Börn og Foreldrar. Einnig hefur Ragnar leikstýrt mörgum af vinsælustu þáttaröðum í íslensku sjónvarpi eins og Fóstbræður, Stelpurnar, Næturvaktin og Dagvaktin. Aðrar þekktar myndir eftir Ragnar eru Málmhaus og Bjarnfreðarson.

Ragnar styður sig við leiklistaraðferðir Mike Leigh og John Cassavetes með því að vinna með leikurum í því að búa til persónur og leiklistarhandrit í gegnum spuna. Verk hans hafa verið tilnefnd ótal oft til Edduverðlauna og hefur hann hlotið verðlaunin tuttugu og fjórum sinnum.